ENDURSKINSMERKJASMIÐJA 11. SEPT
Miðvikudaginn 11. sept endurtökum við leikinn og verðum með Endurskinsmerkjasmiðju frá
kl. 19 – 21 í Höfuðstöðinni. Hægt er að velja um ýmis form og klippa út sín eigin til að festa á föt. Skemmtileg kvöldstund fyrir vini, fjölskyldu & hópa.
Aðgangsmiði fyrir fullorðna er 4.900kr. og börn 3.900kr. Innifalið er:
Tilbúin form til að velja úr og lengjur sem hægt er að klippa í form.
Einn drykkur af barnum eða Töfrakrap fyrir börnin. Happy hour tilboð allt kvöldið.
Mælt er með að koma með flíkur & töskur til að festa á. ATH merkin eru fest á flíkurnar með straujárni á staðnum eða heima. Mikilvægt er að hafa í huga að hitinn í straujárninu getur haft áhrif á plastefni eða fyllingar.
Skráning er hafin á www.hofudstodin.com
*Barnamiði gildir fyrir 16 ára og yngri.
*Veljið ‘pick up at Höfuðstöðin’.
3.900 kr. – 4.900 kr.