Velkomin í höfuðstöðina

Höfuðstöð Chromo Sapiens,
sýning Shoplifter / Hrafnhildar Arnardóttur

Höfuðstöðin

Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum í umhverfi íslenskrar náttúru. Þar er staðsett til frambúðar listaverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Í Höfuðstöðinni er einnig að finna hönnunarverslun, gallerí, kaffihús & bar með sólpalli og útsýni yfir dalinn og viðburðarrými. Höfuðstöðin sýnir verk eftir ýmsa listamenn í aðalrými hússins og er með fjölbreytta dagskrá af listasmiðjum fyrir börn og fjölskyldur.

Hittumst í Höfuðstöðinni

Í Höfuðstöðinni er kaffihús & bar með sólpalli og útileikföngum fyrir börnin, hönnunarverslun og viðburðarsalur. 

Súpa & SÝNING

4.900 kr á Mann

Happy Hour & SÝNING

*Áfengur og óáfengur í boði

3.700 kr á Mann

Salur fyrir viðburði

Salurinn okkar er til leigu fyrir einkaviðburði og veislur:

Skilmálar salarleigu: Afbóki leigutaki fyrirhugaðan viðburð þarf að greiða 50% leigugjalds séu 31-60 dagar í fyrirhugaðan viðburð og 100% leigugjalds er greitt séu 30 dagar eða minna í fyrirhugaðan viðburð.

Góðir morgnar í júlí & ágúst

Alla mán, mið & fim í júlí og ágúst verða Góðir Morgnar í Höfuðstöðinni frá kl. 10 - 13. Hentar vel fyrir foreldra, ömmur, afa og aðra sem eru með börn í fríi sem vilja gera eitthvað skemmtilegt. Það er eitthvað á staðnum fyrir börn á öllum aldri, frá 0 - 14 ára.
Aðgangseyrir er 700kr. fyrir hvern fullorðinn og kaffi eða te fylgir.

Skapandi hraðstefnu- mót

Miðvikudagurinn 6. ágúst frá kl. 19 - 22 verðum við með Skapandi Hraðstefnumót í Höfuðstöðinni. Kvöldið er ætlað konum og körlum á aldursbilinu 30 - 45. Hver og einn fær að velja derhúfu eða taupoka til að mála á meðan á stefnumótinu stendur. Hver og einn fer á 12 stefnumót sem eru í 10 mín í senn. Verð per mann er 5.900kr. Innifalið er einn drykkur á barnum og einn hlutur til að mála. Skráning er hafin á www.hofudstodin.is.

Listasmiðjur á laugardögum

Höfuðstöðn er með listasmiðjur alla laugardaga og á völdum frídögum. Smiðjurnar okkar eru sjálfstýrðar og bjóða því fjölskyldum að eyða tíma saman og tengjast yfir sköpun og samveru.


Allir eru velkomnir á listasmiðjurnar okkar og skráning er óþörf. Smiðjurnar standa allan daginn á auglýstum tíma og hægt er að mæta hvenær sem er á því tímabili. Dagskráin næstu vikurnar er eftirfarandi:

Vinakvöld fyrir konur

Miðvikudaginn 20. ágúst frá kl. 19 - 21 verðum við með Vinakvöld fyrir konur í Höfuðstöðinni. Kvöldið er ætlað konum frá aldrinum 25 ára og upp, sem langar að kynnast nýjum vinkonum og skapa tengingar. Á staðnum verða þemaborð með fjölbreyttri skapandi afþreygingu þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi og því fullkomið tækifæri til að spjalla, hlægja og njóta kvöldsins saman. Verð per konu er 2.900kr. Innifalið er einn drykkur á barnum og afþreyging.

GERÐU ÞINN EIGIN MINJAGRIP

Upplifðu einstöku innsetninguna Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Gestir ganga inn í verkið sem homo sapiens og er boðið að tengjast sínu innra landslagi með örvun skynfæranna, þar sem áfangastaður ferðalagsins er sjálfið. Þegar gengið er út úr verkinu hefur áhorfandinn umbreyst í Chromo Sapiens. Að heimsókn lokinni geturðu búið til þinn eigin minjagrip til að taka með heim.

Við notum aðeins hágæða enamel málningu við gerð minjagripanna og þú getur valið á milli keramík glasamottu eða skartgripaskál. Minjagripinn tekur þú með þér heim strax ásamt leiðbeiningum um hvernig á að meðhöndla hann.

Listasmiðjur fyrir hópa

Höfuðstöðin býður upp á listasmiðjur fyrir hópa, afmæli, staffapepp, saumaklúbba, gæsanir, steggjanir ofl. Í boði á daginn og kvöldin, með eða án veitinga. Hægt er að velja um:

Frístunda & Skólahópar

Bókaðu heimsókn á sýninguna Chromo Sapiens og gerið listasmiðju út frá sýningunni:

Opnunartímar


VIRKA DAGA FRÁ KL. 12 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17