Um listamanninn

Shoplifter / Hrafnhildur Arnardóttir

Hrafnhildur er einn af helstu samtíma listamönnum Íslands. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín úr náttúrulegu hári og gervihári sem hún notar í gerð skúlptúra, veggverka og innsetninga sem skoða umfjöllunarefni eins og hégóma, tísku og samtíma goðsagnir. Hrafnhildur var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019 og sýndi þar verkið Chromo Sapiens, sem samanstendur af þremur hvelfingum úr litríkum gervihárum með hljóðmynd eftir HAM. Verkin hennar hafa verið sýnd í listasöfnum víða um heim, þar á meðal MoMA í New York, ARoS í Árósum í Danmörku, Kulturhuset í Stokkhólmi í Svíþjóð, Kiasma í Helsinki í Finnlandi, Qagoma í Brisbane í Ástralíu og í Walt Disney Concert Hall í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur hlotið Norrænu Textílverðlaunin og heiðursorðu Prins Eugen frá sænsku krúnunni fyrir listrænt framlag hennar til norrænnar textíl hefðar.

Enter as a homo sapiens
exit as a chromo sapiens

Höfuðstöðin

Höfuðstöð chromo sapiens

Höfuðstöðin er lista og menningarhús stofnað af listamanninum Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter og Lilju Baldursdóttur listrænum framleiðanda . Verkefnið er styrkt af fjölda fólks og safnaði 13 milljónum á fjáröflunarsíðunni Kickstarter en annars fjármögnuðu þær verkefnið upp á eigin spýtur. Í Höfuðstöðinni hefur innsetning Hrafnhildar, Chromo Sapiens, fengið aðsetur til frambúðar en verkið var framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum 2019. Innsetningin hefur vakið mikla athygli og hlotið lof fyrir áhrifaríka upplifun þar sem marglitað gervihár og hljóðmynd hljómsveitarinnar HAM leiðir gesti í gegnum þrjú ólík rými sem umlykja viðstadda í mynd- og hljóðrænum samruna. Hrafnhildur er fyrsta íslenska konan til að opna menningarsetur fyrir myndlist sína.

Staðsetning

Rafstöðvarvegur 1a, 110 Reykjavík, Iceland.

Opnunartímar

Virka daga 10 - 18
Helgar 11 - 17.

Netfang

info@hofudstodin.com

Símanúmer

+354-5500077

Fyrirspurnir

ERU ÞIÐ STÓR HÓPUR?

Hafðu samband á info@hofudstodin.com til að fá hópafslátt.

FYRIRSPURNIR FJÖLMIÐLA

Hafið samband við Lilju Baldursdóttir á netfangið lilja@hofudstodin.com

ERTU AÐ HALDA VIÐBURÐ EÐA VEISLU?

Hægt er að leigja salinn okkar fyrir viðburði og veislur, hafið samband á info@hofudstodin.com til að fá frekari upplýsingar.