Höfuðstöðin
Í Höfuðstöðinni hefur innsetning Hrafnhildar, Chromo Sapiens, fengið aðsetur til frambúðar en verkið var framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum 2019. Þá var verkið einnig sett upp í Listasafni Reykjavíkur og var þar ein mest sótta sýning safnsins frá upphafi.
Innsetningin samanstendur af þremur litríkum hellum sem umlykja sjóndeildarhring gesta á meðan tónverk eftir íslensku hljómsveitina HAM hljómar um rýmin. Gestir ganga inn í verkið sem homo sapiens og er boðið að tengjast sínu innra landslagi með örvun skynfæranna, þar sem áfangastaður ferðalagsins er sjálfið. Þegar gengið er út úr verkinu hefur áhorfandinn umbreyst í Chromo Sapiens.
Staðsetning
Opnunartímar
Helgar 11 - 17.
Netfang
SímANÚMER
Enter as a homo sapiens
exit as a chromo sapiens
Listamaðurinn
Shoplifter / Hrafnhildur Arnardóttir
Hrafnhildur er einn af helstu samtíma listamönnum Íslands. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín úr náttúrulegu hári og gervihári sem hún notar í gerð skúlptúra, veggverka og innsetninga sem skoða umfjöllunarefni eins og hégóma, tísku og samtíma goðsagnir. Hrafnhildur var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019 og sýndi þar verkið Chromo Sapiens, sem samanstendur af þremur hvelfingum úr litríkum gervihárum með hljóðmynd eftir HAM. Verkin hennar hafa verið sýnd í listasöfnum víða um heim, þar á meðal MoMA í New York, ARoS í Árósum í Danmörku, Kulturhuset í Stokkhólmi í Svíþjóð, Kiasma í Helsinki í Finnlandi, Qagoma í Brisbane í Ástralíu og í Walt Disney Concert Hall í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur hlotið Norrænu Textílverðlaunin og heiðursorðu Prins Eugen frá sænsku krúnunni fyrir listrænt framlag hennar til norrænnar textíl hefðar.
STOFNENDUR
Höfuðstöðin opnaði í janúar 2022 og er stofnað af listamanninum Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter og Lilju Baldursdóttur, listrænum framleiðanda og framkvæmdastjóra Höfuðstöðvarinnar. Þær söfnuðu yfir 13 milljónum á Kickstarter fyrir verkefninu frá stuðnings fólki víðsvegar um heiminn til að opna og staðsetja innsetningu Hrafnhildar, Chromo Sapiens, þar til frambúðar. Hrafnhildur er fyrsta íslenska konan til að opna menningarsetur undir myndlist sína.

BYGGINGIN
Höfuðstöðin er staðsett í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekkunni í Elliðaárdal. Byggingin samanstendur af sjö bröggum sem voru upphaflega reistir í Hvalfirði og notaðir sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið voru þeir fluttir á núverandi stað og nýttir sem kartöflugeymslur í áratugi. Íslenska fyrirtækið Plastplan hannaði húsgögnin og innréttingarnar í Höfuðstöðinni og eru þau gerð úr endurunnu plasti.