Velkomin í höfuðstöðina
Höfuðstöð Chromo Sapiens,
sýning Shoplifter / Hrafnhildar Arnardóttur
Höfuðstöðin
Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum í umhverfi íslenskrar náttúru. Þar er staðsett til frambúðar listaverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Í Höfuðstöðinni er einnig að finna hönnunarverslun, gallerí, kaffihús & bar með sólpalli og útsýni yfir dalinn og viðburðarrými. Höfuðstöðin sýnir verk eftir ýmsa listamenn í aðalrými hússins og er með fjölbreytta dagskrá af listasmiðjum fyrir börn og fjölskyldur.
Hittumst í Höfuðstöðinni
Súpa & SÝNING
- Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu
- Súpa & Brauð
- Hummus & Smjör
- Kaffi, te & sætir molar
4.900 kr á Mann
Happy Hour & SÝNING
- Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu
- Bellini freyðivíns kokteill*
- Konfektmolar
*Áfengur og óáfengur í boði
3.700 kr á Mann
UPPISTAND Í HÖFUÐSTÖÐINNI
Þann 10. október kl. 20 stíga Elva Dögg og Snjólaug Lúðvíks á svið og skemmta gestum frameftir kveldi.
Elva Dögg og Snjólaug hafa lengi verið meðal fyndnustu uppistandara landsins og hér stíga þær á stokk til að skapa eitt heljarinnar bullkvöld fyrir Höfuðstöðina.
Elva Dögg hefur hlotið einróma lof fyrir sýninguna sína Madame Tourette þar sem hún fjallar á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sína og kjör öryrkja á Íslandi.
Uppistandssýning Snjólaugar var sýnd á Rúv síðustu jól og vakti mikla athygli fyrir stórskemmtilega nálgun hennar á skilnaðarorku, Tinder, barneigum og sæði.
Nú þramma þær á svið með nýja brandara sem enginn má láta framhjá sér fara - nema börn og leiðinlegt fólk.
Namaste.
Miðasala er hafin og það fylgir drykkur hverjum miða.
Salur fyrir viðburði
Salurinn okkar er til leigu fyrir einkaviðburði og veislur:
- Tekur 100 manns í sitjandi borðhald og 130 manns í standandi veislur
- Sólpallur í suðri með fallegt útsýni yfir Elliðaárdalinn
- Bar í salnum og móttökueldhús
- Leigist með eða án veitinga
Skilmálar salarleigu: Afbóki leigutaki fyrirhugaðan viðburð þarf að greiða 50% leigugjalds séu 31-60 dagar í fyrirhugaðan viðburð og 100% leigugjalds er greitt séu 30 dagar eða minna í fyrirhugaðan viðburð.
Haustfagnaður
Leyfðu okkur að sjá um Haustfagnaðinn í þínu fyrirtæki. Val um Grillveislu með öllu tilheyrandi eða Smáréttahlaðborð. Innifaldir eru þrír drykkir per mann, kaffi / te, aðgangur að sýningunni Chromo Sapiens fyrir gesti og hópurinn fær salinn út af fyrir sig.
-
MATUR:
Val um Smáréttaseðil eða Grillveislu. -
DRYKKUR:
Þrír drykkir per mann. -
SÝNING:
Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu fyrir gesti. -
VERÐ:
15.900kr. p/m (60 - 100+ gestir)
16.900kr. p/m (40 - 59 gestir)
17.900kr. p/m (25 - 39 gestir) -
BÓKA:
Sendið fyrirspurn á info@hofudstodin.com.
SKAPANDI KVÖLDSMIÐJUR
Höfuðstöðn verður með fjölbreytta dagskrá af Skapandi Kvöldsmiðjum í vetur. Fylgist með dagskránni hér. Takmörkað pláss er á hvern viðburð svo nauðsynlegt er að bóka fyrirfram.
- 11. Sept (Mið) - Endurskinksmerkjasmiðja kl. 19 - 21
- 18. Sept (Mið) - Skartskálasmiðja kl. 19 - 21
- 25. Sept (Mið) - Glasamottusmiðja kl. 19 - 21
- 2. Okt (Mið) - Vínglasasmiðja kl. 19 - 21
KERTAMÁLUN
Kertamálunin vinsæla snýr loksins aftur í nóvember og desember! Við málum á kerti með heitu vaxi í ýmsum litum. Þetta var langvinsælasti viðburðurinn okkar í fyrra og seldist upp hratt. Nældu þér í miða strax.
- 26. Nóv (Þri) kl. 19 - 21
- 27. Nóv (Mið) kl. 19 - 21
- 3. Des (Þri) kl. 19 - 21
- 4. Des (Mið) kl. 19 - 21
- 10. Des (Þri) kl. 19 - 21
- 11. Des (Mið) kl. 19 - 21
- 17. Des (Þri) kl. 19 - 21
- 18. Des (Mið) kl. 19 - 21
Listasmiðjur á laugardögum
Höfuðstöðn er með listasmiðjur alla laugardaga og á völdum frídögum. Allir eru velkomnir á listasmiðjurnar okkar og skráning er óþörf. Dagskráin næstu vikurnar er eftirfarandi:
- 14 Sept (Lau) - Lyklakippusmiðja kl. 11 - 17
- 21 Sept (Lau) - Flugdrekasmiðja kl. 11 - 17
- 28 Sept (Lau) - Hristusmiðja kl. 11 - 17
- 4 Okt (Lau) - Öskjusmiðja kl. 11 - 17
- 12 Okt (Lau) - Buffsmiðja kl. 11 - 17
- 19 Okt (Lau) - Svuntusmiðja kl. 11 - 17
- 26 Okt (Lau) - Grímusmiðja kl. 11 - 17
- 2 Nóv (Lau) - Derhúfusmiðja kl. 11 - 17
- 9 Nóv (Lau) - Seglasmiðja kl. 11 - 17
- 16 Nóv (Lau) - Endurskinsmerkjasmiðja kl. 11 - 17
- 23 Nóv (Lau) - Myndarammasmiðja kl. 11 - 17
Listasmiðjur fyrir hópa
Höfuðstöðin býður upp á listasmiðjur fyrir hópa, afmæli, staffapepp, saumaklúbba, gæsanir, steggjanir ofl. Í boði á daginn og kvöldin, með eða án veitinga. Hægt er að velja um:
- Glasasmiðja
- Bollasmiðja
- Sólgleraugnasmiðja
- Derhúfusmiðja
- Grímusmiðja
- Töskusmiðja
- Skartskálasmiðja
- Kertamálun
Frístunda & Skólahópar
Bókaðu heimsókn á sýninguna Chromo Sapiens og gerið listasmiðju út frá sýningunni:
- Hópheimsókn 5 - 11 ára (listasmiðja valkvæð)
- Hópheimsókn 12 - 17 ára (listasmiðja valkvæð)
Opnunartímar
VETRAROPNUN 2024 - 2025 FRÁ 16. SEPT - 27. APRÍL
VIRKA DAGA FRÁ KL. 12 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17
SUMAROPNUN 2025 FRÁ 28. APRÍL - 31. ÁGÚST
VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17
VIRKA DAGA FRÁ KL. 12 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17
VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17