Velkomin í höfuðstöðina

Höfuðstöð Chromo Sapiens,
sýning Shoplifter / Hrafnhildar Arnardóttur

Höfuðstöðin

Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum í umhverfi íslenskrar náttúru. Þar er staðsett til frambúðar listaverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Í Höfuðstöðinni er einnig að finna hönnunarverslun, gallerí, kaffihús & bar með sólpalli og útsýni yfir dalinn og viðburðarrými. Höfuðstöðin sýnir verk eftir ýmsa listamenn í aðalrými hússins og er með fjölbreytta dagskrá af listasmiðjum fyrir börn og fjölskyldur.

Hittumst í Höfuðstöðinni

Í Höfuðstöðinni er kaffihús & bar með sólpalli og útileikföngum fyrir börnin, hönnunarverslun og viðburðarsalur. 

Súpa & SÝNING

4.900 kr á Mann

Happy Hour & SÝNING

*Áfengur og óáfengur í boði

3.700 kr á Mann

Salur fyrir viðburði

Salurinn okkar er til leigu fyrir einkaviðburði og veislur:

Skilmálar salarleigu: Afbóki leigutaki fyrirhugaðan viðburð þarf að greiða 50% leigugjalds séu 31-60 dagar í fyrirhugaðan viðburð og 100% leigugjalds er greitt séu 30 dagar eða minna í fyrirhugaðan viðburð.

UPPLIFUNARVERK EFTIR MARIU ADER

 

 

Verið velkomin á opnun upplifunarverksins Að Náttúru Verður eftir Mariu Ader sunnudaginn 28. apríl 2024 kl. 14 – 17. Hljómflutningur eftir DJ Tapes.

Með innsetningunni ‘Að Náttúru Verður’ skapar Maria Ader berg, steina, íshnullunga og annað sem finnst í íslenskum hellum og náttúru.
Innsetningar Mariu eru einstakar að því leytinu til að þær eru ætar og fá því gestir tækifæri til að gæða sér á þeim.

Innsetningin er framsett með litríkri framtíðarsýn og er innblásin af Höfuðstöðinni og Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Verkið verður kynnt á HönnunarMars 2024 ásamt hljómflutningi frá raftónlistarmanninum DJ Tapes.

Innsetningin verður til sýnis þann 28. apríl frá kl. 14 – 15 og öllum er ókeypis aðgangur en frá kl. 15 – 17 verður gestum boðið að gæða sér á henni. Fyrir þá sem vilja fá sér af henni er verðið 1.290 kr. á mann.

Maria Ader er frá Tallinn í Eistlandi. Hún er menntaður málari en hefur á undanförnum 10 árum snúið sér að heimi matar þar sem hún býr til óhefðbundna matarupplifun með því að tileinka sér nýja miðla og fjölbreytta tækni sem þokar línum á milli skúlptúrs og nútímalistar.

Jackson Bailey eða DJ Tapes eins og hann er þekktur í tónlistarheiminum, er þverfaglegur listamaður sem starfar á sviði hljóðs. Hann er einnig í hljómsveitinni ‘Rezzett’ og hann sækir innblástur í furðuleg stúdíó og fagurfræði bókasafnatónlistar sem nýta oft óskipulagt eðli hliðrænnar tækni með stýrðri misnotkun

Listasmiðja á laugardögum

Við erum með listasmiðjur alla laugardaga og á völdum frídögum. Allir eru velkomnir á listasmiðjurnar og skráning er óþörf. Dagskráin næstu vikurnar er eftirfarandi:

Skóla og frístundahópar

Bókaðu heimsókn á sýninguna Chromo Sapiens og listasmiðju unna út frá henni:

Skólahópar & listasmiðjur

Listasmiðjur fyrir hópa

Höfuðstöðin býður upp á listasmiðjur fyrir hópa, afmæli, staffapepp, saumaklúbba, gæsanir, steggjanir ofl. Í boði á daginn og kvöldin, með eða án veitinga. Hægt er að velja um: 

Opnunartímar

VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17