Velkomin í höfuðstöðina
Höfuðstöð Chromo Sapiens,
sýning Shoplifter / Hrafnhildar Arnardóttur
Höfuðstöðin
Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum í umhverfi íslenskrar náttúru. Þar er staðsett til frambúðar listaverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Í Höfuðstöðinni er einnig að finna hönnunarverslun, gallerí, kaffihús & bar með sólpalli og útsýni yfir dalinn og viðburðarrými. Höfuðstöðin sýnir verk eftir ýmsa listamenn í aðalrými hússins og er með fjölbreytta dagskrá af listasmiðjum fyrir börn og fjölskyldur.

Hittumst í Höfuðstöðinni
Súpa & SÝNING
- Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu
- Súpa & Brauð
- Hummus & Smjör
- Kaffi, te & sætir molar
3.900 kr á Mann
Happy Hour & SÝNING
- Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu
- Bellini freyðivíns kokteill*
- Konfektmolar
*Áfengur og óáfengur í boði
3.200 kr á Mann
Salur fyrir viðburði
Salurinn okkar er til leigu fyrir einkaviðburði og veislur:
- Tekur 100 manns í sitjandi borðhald og 130 manns í standandi veislur
- Sólpallur í suðri með fallegt útsýni yfir Elliðaárdalinn
- Bar í salnum og móttökueldhús
- Leigist með eða án veitinga
Bókanir á info@hofudstodin.com
Gjafabréf í kertamálun
Gefðu gjafabréf í Kertamálun í jólagjöf. Kertamálun er fullkomin samverustund fyrir vini, fjölskyldu, pör eða hópa.
Innifalið er kerti, allur efniviður og einn drykkur á barnum. Val um rauðvínsglas, hvítvínsglas, freyðivínsglas, bjór, óáfengan kokteil, gos, te eða kaffi. Allir taka sitt kerti með heim.
Hægt er að velja um að hafa ostabakka með til að deila fyrir 2 eða fleiri.
Nýta má gjafabréfin alla daga á opnunartíma í Höfuðstöðinni í desember 2023 – apríl 2024.
Bóka þarf komu tíma með dags fyrirvara á netfangið
info@hofudstodin.com.

Kertamálun í desember

Vegna vinsælda þá höfum við ákveðið að bæta við sex Kertamálunum í desember.
Á þessum viðburði þá málum við kerti með heitum litríkum vöxum. Allir taka svo sitt kerti með heim. Þetta er fullkomin stund fyrir vinahópa og fjölskyldur.
Innifalið er eitt kerti, allur efniviður og einn drykkur á barnum. Val um rauðvínsglas, hvítvínsglas, freyðivínsglas, bjór, Frosé kokteill óáfengan kokteil, gos, te eða kaffi.
Börn eru velkomin á þennan viðburð og þau fá Töfrakrap með sínum miða.
Sjáumst í jólaskapi!
Kertamálunar sett
Nældu þér í tilbúinn pakka til að mála kerti heima með heitu vaxi í ýmsum litum eða gefðu vini eða fjölskyldumeðlim einstaka jólagjöf.
Innifalið er:
Hvítt kubbakerti
6 Lituð kerti
2 Penslar
Leiðbeiningar
Minna 14cm kerti – 2990kr.
Stærra 19cm kerti – 3990kr.
ATH. afhending fer fram um miðjan desember og við látum vita með tólvupósti þegar hægt er að koma og sækja pantanir í Höfuðstöðina.

Listasmiðjur fyrir hópa

Höfuðstöðin býður upp á listasmiðjur fyrir hópa, afmæli, staffapepp, saumaklúbba, gæsanir, steggjanir ofl. Í boði á daginn og kvöldin, með eða án veitinga.
Kaldur & Kúnst: Hópurinn teiknar t.d. afmælisbarnið undir leiðsögn myndlistamanns.
Sólgleraugnasmiðja: Skreytið sólgleraugu með perlum og málningu.
Derhúfusmiðja: Hannið derhúfur með málningu og fatapennum.
Kertamálun: Málið kerti með litríkum heitum vöxum.
Listasmiðja á laugardögum
Allir eru velkominir á listasmiðjurnar okkar á laugardögum:
- 18 Nóv - Öskjusmiðja
- 25 Nóv - Fígúrusmiðja
- 2 Des - Lyklakyppusmiðja
- 9 Des - Glasamottusmiðja
- 16 Des - Seglasmiðja
- 23 Des - Jólaskrautsmiðja
- 30 Des - Áramótagrímusmiðja
Skóla og frístundahópar
Bókaðu heimsókn fyrir skóla eða frístundahóp:
- Hópheimsókn 5 - 11 ára
- Hópheimsókn 5 - 11 ára & listasmiðja
- Hópheimsókn 12 - 17
- Hópheimsókn 12 - 17 ára & listasmiðja
Skólahópar & listasmiðjur
Opnunartímar
VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17
OPNUNARTÍMI YFIR JÓL OG ÁRAMÓT:
24 DESEMBER - LOKAÐ
25 DESEMBER - LOKAÐ
26 DESEMBER - LOKAÐ
31 DESEMBER - LOKAÐ
1 JANÚAR - LOKAÐ
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17