Velkomin í höfuðstöðina
Höfuðstöð Chromo Sapiens,
sýning Shoplifter / Hrafnhildar Arnardóttur
Höfuðstöðin
Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum í umhverfi íslenskrar náttúru. Þar er staðsett til frambúðar listaverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Í Höfuðstöðinni er einnig að finna hönnunarverslun, gallerí, kaffihús & bar með sólpalli og útsýni yfir dalinn og viðburðarrými. Höfuðstöðin sýnir verk eftir ýmsa listamenn í aðalrými hússins og er með fjölbreytta dagskrá af listasmiðjum fyrir börn og fjölskyldur.

Hittumst í Höfuðstöðinni
Súpa & SÝNING
- Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu
- Súpa & Brauð
- Hummus & Smjör
- Kaffi, te & sætir molar
4.900 kr á Mann
Happy Hour & SÝNING
- Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu
- Bellini freyðivíns kokteill*
- Konfektmolar
*Áfengur og óáfengur í boði
3.700 kr á Mann
SKAPANDI KVÖLDSMIÐJUR
Höfuðstöðn verður með fjölbreytta dagskrá af Skapandi Kvöldsmiðjum í vetur. Fylgist með dagskránni hér. Takmörkað pláss er á hvern viðburð svo nauðsynlegt er að bóka fyrirfram.
- 22. Jan (Mið) - Bjórglasasmiðja kl. 19 - 21
- 29. Jan (Mið) - Glasamottusmiðja kl. 19 - 21
- 5. Feb (Mið) - Blómapottasmiðja kl. 19 - 21
- 12. Feb (Mið) - Vínglasasmiðja kl. 19 - 21
- 19. Feb (Mið) - Kertamálun
- 26. Feb (Mið) - Skartskálasmiðja
- 5. Mars (Mið) - Kampavínsglasasmiðja
- 12. Mars (Mið) - Bollasmiðja
Salur fyrir viðburði
Salurinn okkar er til leigu fyrir einkaviðburði og veislur:
- Tekur 100 manns í sitjandi borðhald og 130 manns í standandi veislur
- Sólpallur í suðri með fallegt útsýni yfir Elliðaárdalinn
- Bar í salnum og móttökueldhús
- Leigist með eða án veitinga
Skilmálar salarleigu: Afbóki leigutaki fyrirhugaðan viðburð þarf að greiða 50% leigugjalds séu 31-60 dagar í fyrirhugaðan viðburð og 100% leigugjalds er greitt séu 30 dagar eða minna í fyrirhugaðan viðburð.

UPPISTAND Í HÖFUÐSTÖÐINNI
Þann 6. febrúar kl. 20 stíga Elva Dögg og Snjólaug Lúðvíks á svið og skemmta gestum frameftir kveldi.
Elva Dögg og Snjólaug hafa lengi verið meðal fyndnustu uppistandara landsins og hér stíga þær á stokk til að skapa eitt heljarinnar bullkvöld fyrir Höfuðstöðina.
Miðasala er hafin og það fylgir drykkur hverjum miða.
Listasmiðjur á laugardögum
Höfuðstöðn er með listasmiðjur alla laugardaga og á völdum frídögum. Allir eru velkomnir á listasmiðjurnar okkar og skráning er óþörf. Smiðjurnar standa allan daginn á auglýstum tíma og hægt er að mæta hvenær sem er á því tímabili. Dagskráin næstu vikurnar er eftirfarandi:
- 15. Feb (Lau) - Skúlptúrsmiðja kl. 11 - 17
- 22. Feb VETRARFRÍ (Lau) - Buffsmiðja kl. 11 - 17
- 23. Mars VETRARFRÍ (Sun) - Svuntusmiðja kl. 11 - 17
- 24. Feb VETRARFRÍ (Mán) - Sparibaukasmiðja kl. 11 - 17
- 25. Feb VETRARFRÍ (Þri) - Öskjusmiðja kl. 11 - 17
- 1. Mar (Lau) - Lykjakippusmiðja kl. 11 - 17
- 8. Mar (Lau) - Sokkabrúðusmiðja kl. 11 - 17
- 15. Mar (Lau) - Pennaveskjasmiðja kl. 11 - 17
- 22. Mar (Lau) - Blómapottasmiðja kl. 11 - 17
- 29. Mar (Lau) - Fuglahúsasmiðja kl. 11 - 17
Listasmiðjur fyrir hópa
Höfuðstöðin býður upp á listasmiðjur fyrir hópa, afmæli, staffapepp, saumaklúbba, gæsanir, steggjanir ofl. Í boði á daginn og kvöldin, með eða án veitinga. Hægt er að velja um:
- Glasasmiðja
- Bollasmiðja
- Sólgleraugnasmiðja
- Derhúfusmiðja
- Grímusmiðja
- Töskusmiðja
- Skartskálasmiðja
- Kertamálun
Frístunda & Skólahópar
Bókaðu heimsókn á sýninguna Chromo Sapiens og gerið listasmiðju út frá sýningunni:
- Hópheimsókn 5 - 11 ára (listasmiðja valkvæð)
- Hópheimsókn 12 - 17 ára (listasmiðja valkvæð)
Opnunartímar
VIRKA DAGA FRÁ KL. 12 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17
VIRKA DAGA FRÁ KL. 12 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17