Velkomin í höfuðstöðina
Höfuðstöð Chromo Sapiens,
sýning Shoplifter / Hrafnhildar Arnardóttur
Höfuðstöðin
Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum í umhverfi íslenskrar náttúru. Þar er staðsett til frambúðar listaverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Í Höfuðstöðinni er einnig að finna hönnunarverslun, gallerí, kaffihús & bar með sólpalli og útsýni yfir dalinn og viðburðarrými. Höfuðstöðin sýnir verk eftir ýmsa listamenn í aðalrými hússins og er með fjölbreytta dagskrá af listasmiðjum fyrir börn og fjölskyldur.
Hittumst í Höfuðstöðinni
Hittumst í Höfuðstöðinni
Súpa & SÝNING
- Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu
- Súpa & Brauð
- Hummus & Smjör
- Kaffi, te & sætir molar
4.900 kr á Mann
Happy Hour & SÝNING
- Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu
- Bellini freyðivíns kokteill*
- Konfektmolar
*Áfengur og óáfengur í boði
3.700 kr á Mann
Salur fyrir viðburði
Salurinn okkar er til leigu fyrir einkaviðburði og veislur:
- Tekur 100 manns í sitjandi borðhald og 130 manns í standandi veislur
- Sólpallur í suðri með fallegt útsýni yfir Elliðaárdalinn
- Bar í salnum og móttökueldhús
- Leigist með eða án veitinga
Skilmálar salarleigu: Afbóki leigutaki fyrirhugaðan viðburð þarf að greiða 50% leigugjalds séu 31-60 dagar í fyrirhugaðan viðburð og 100% leigugjalds er greitt séu 30 dagar eða minna í fyrirhugaðan viðburð.
jólahlaðborð
Við höfum hafið bókanir fyrir Jólahlaðborð Höfuðstöðvarinnar. Fullkomið tækifæri til að fagna með vinnunni, vinum eða fjölskyldunni í einstöku umhverfi.
Forréttir
Jóla graflax marineraður í rauðrófum
& engifer með piparrótarrjóma
Sinneps- & jólasíld
Heitreykt villigæsabringa með cumberland sósu
Villibráða paté
Skelfisk terrine með kavíar kampavínssósu
Aðalréttir
Nautalund Wellington
Hunangs & dijon hjúpuð kalkúnabringa
Purusteik
Eplasalat, pommes anne & gljáðum kartöflum, rótargrænmeti, rauðkál, ferskt salat, villisveppasósa & bearnaise
Eftirréttir
Súkklaðimús með hindberjum
Creme brûlée
Drykkir
Þrír drykkir per mann innifaldir
Kaffi & te
Aðstaða
Hópurinn fær salinn út af fyrir sig
Þjónusta & þrif innifalið
Aðgengi að Chromo Sapiens sýningu
Verð
Frá 17.900 - 19.900kr. p/m eftir stærð hópa frá 35 - 110 manns.
Ef um er að ræða færri en 35 manns sendið fyrirspurn til að fá tilboð.
Fyrir bókanir og frekari upplýsingar sendið tölvupóst á info@hofudstodin.com.
Kertamálun með heitu vaxi
Í desember kveikjum við á sköpunargleðinni með vinsælu Kertamálun Höfuðstöðvarinnar. Hér málar þú hvítt kubbakerti með heitu, litríku vaxi og býrð til einstakt kerti sem lýsir upp dimmu vetrarkvöldin.
Dagsetningar:
Miðvikudaginn 3. des kl. 19 - 21
Miðvikudaginn 10. des kl. 19 - 21
Þriðjudaginn 16. des kl. 19 - 21
Innifalið er:
Eitt hvítt kubbakerti
Einn drykkur á barnum
Allur efniviður
Verð er 4.500kr. / 3.500kr. fyrir börn
lego tösku & textíl prentsmiðja
Miðvikudaginn 12. nóv frá kl. 19-22 verðum við með skapandi prentsmiðju þar sem við notum flata LEGO kubba til að búa til mynstur til að prenta á textíl. Kubbar eru raðaðir til að skapa mynstur, málað er yfir og þrýst er á efnið. Taska er innifalin en einnig er í boði að koma með eigin fatnað til að gera prent á. Innifalið er:
Taska / Taupoki
Einn drykkur á barnum
Allur efniviður
Verð er 5.900kr. og 4.900kr. fyrir börn
Listasmiðjur á laugardögum
Höfuðstöðn er með listasmiðjur alla laugardaga og á völdum frídögum. Smiðjurnar okkar eru sjálfstýrðar og bjóða því fjölskyldum að eyða tíma saman og tengjast yfir sköpun og samveru.
Allir eru velkomnir á listasmiðjurnar okkar og skráning er óþörf. Smiðjurnar standa allan daginn á auglýstum tíma og hægt er að mæta hvenær sem er á því tímabili. Dagskráin næstu vikurnar er eftirfarandi:
- 1. Nóv (Lau) - Töskusmiðja kl. 11 - 17
- 8. Nóv (Lau) - Fuglahúsasmiðja kl. 11 - 17
- 15. Nóv (Lau) - Púslsmiðja kl. 11 - 17
- 22. Nóv (Lau) - Derhúfusmiðja kl. 11 - 16
- 29. Nóv (Lau) - Vatnsbrúsasmiðja kl. 11 - 16
- 6. Des (Lau) - Jólakortasmiðja kl. 11 - 16
- 13. Des (Lau) - Jólarammasmiðja kl. 11 - 16
- 20. Des (Lau) - Jólaskreytingasmiðja kl. 11 - 17
- 27. Des (Lau) - Áramótagrímusmiðja kl. 11 - 17
- 3. Jan (Lau) - Buffsmiðja kl. 11 - 17
- 10. Jan (Lau) - Krúsasmiðja kl. 11 - 17
- 17. Jan (Lau) - Lyklakippusmiðja kl. 11 - 17
- 24. Jan (Lau) - Blómabókamerkjasmiðja KL. 11 - 17
GERÐU ÞINN EIGIN MINJAGRIP
Upplifðu einstöku innsetninguna Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Gestir ganga inn í verkið sem homo sapiens og er boðið að tengjast sínu innra landslagi með örvun skynfæranna, þar sem áfangastaður ferðalagsins er sjálfið. Þegar gengið er út úr verkinu hefur áhorfandinn umbreyst í Chromo Sapiens. Að heimsókn lokinni geturðu búið til þinn eigin minjagrip til að taka með heim.
Við notum aðeins hágæða enamel málningu við gerð minjagripanna og þú getur valið á milli keramík glasamottu eða skartgripaskál. Minjagripinn tekur þú með þér heim strax ásamt leiðbeiningum um hvernig á að meðhöndla hann.
Listasmiðjur fyrir hópa
Höfuðstöðin býður upp á listasmiðjur fyrir hópa, afmæli, staffapepp, saumaklúbba, gæsanir, steggjanir ofl. Í boði á daginn og kvöldin, með eða án veitinga. Hægt er að velja um:
- Glasasmiðja
- Bollasmiðja
- Sólgleraugnasmiðja
- Derhúfusmiðja
- Grímusmiðja
- Töskusmiðja
- Skartskálasmiðja
- Kertamálun
Frístunda & Skólahópar
Bókaðu heimsókn á sýninguna Chromo Sapiens og gerið listasmiðju út frá sýningunni:
- Hópheimsókn 5 - 11 ára (listasmiðja valkvæð)
- Hópheimsókn 12 - 17 ára (listasmiðja valkvæð)
Opnunartímar
VIRKA DAGA FRÁ KL. 12 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17
VIRKA DAGA FRÁ KL. 12 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17