Velkomin í höfuðstöðina
Höfuðstöð Chromo Sapiens,
sýning Shoplifter / Hrafnhildar Arnardóttur
Höfuðstöðin
Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum í umhverfi íslenskrar náttúru. Þar er staðsett til frambúðar listaverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Í Höfuðstöðinni er einnig að finna hönnunarverslun, gallerí, kaffihús & bar með sólpalli og útsýni yfir dalinn og viðburðarrými. Höfuðstöðin sýnir verk eftir ýmsa listamenn í aðalrými hússins og er með fjölbreytta dagskrá af listasmiðjum fyrir börn og fjölskyldur.
Hittumst í Höfuðstöðinni
Súpa & SÝNING
- Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu
- Íslensk kjötsúpa eða tómatsúpa
- Brauð með smjöri
- Kaffi, te & sætir bitar
4.900 kr á Mann
Happy Hour & SÝNING
- Aðgangur að Chromo Sapiens sýningu
- Freyðivín
- Sætir bitar
*Áfengt og óáfengt í boði
3.700 kr á Mann
Salur fyrir viðburði
Salurinn okkar er til leigu fyrir einkaviðburði og veislur:
- Tekur 100 manns í sitjandi borðhald og 130 manns í standandi veislur
- Sólpallur í suðri með fallegt útsýni yfir Elliðaárdalinn
- Bar í salnum og móttökueldhús
- Leigist með eða án veitinga
Skilmálar salarleigu: Afbóki leigutaki fyrirhugaðan viðburð þarf að greiða 50% leigugjalds séu 31-60 dagar í fyrirhugaðan viðburð og 100% leigugjalds er greitt séu 30 dagar eða minna í fyrirhugaðan viðburð.
jóla markaður
Komdu og njóttu notalegrar jólastemningar í Höfuðstöðinni á jólamarkaðinum okkar sunnudaginn 21. desember kl. 12 - 16.
Á markaðnum verður fjölbreytt úrval handverks frá hæfileikaríku fólki víðsvegar að. Í ár leggjum við sérstaka áherslu á sköpun á staðnum. Á meðal markaðsvara eru handgerðir viðarhlutir svo sem fornbílar og fleira sem hægt er að mála á staðnum eða heima og gera að sínum og er falleg upplifun fyrir börn og fullorðna. Einnig verður hægt að mála kerti með heitu vaxi eða kaupa sem gjöf og taka heim.
Njóttu stundarinnar á kaffihúsinu, fáðu þér rjúkandi heitt kakó og nýbakaða vöfflu á meðan þú röltir um markaðinn og kannar jólabraginn.
heimaupplifun
Heimauplifun eru vandlega samsettir upplifunarkassar sem færa sköpun inn á heimilið. Kassarnir eru hugsaðir sem tækifæri til samveru hvort sem það er með börnum, vinum eða fjölskyldu. Hvert þema er óvænt og birtist fyrst þegar kassinn er opnaður.
Sérstakt tilboð er á jólakössum sem eru afgreiddir fyrir jól:
Jólakúlukassi– 6.900kr stakur
Fjórar gler jólakúlur ásamt málningarpennum, steinum og borðum til að gera fallegar jólakúlur saman heima.
Áramótagrímukassi– 6.900kr stakur
Fjórar áramótagrímur ásamt metallic malningarpennum, steinum, fjöðrum og lími.
Bollakassi– 5.900kr stakur
Tveir bollar ásamt málningarpennum og brennsluleiðbeiningum til að mála fallegan bolla heima.
Kertamálun með heitu vaxi
Kertamálun alla daga í desember!
Komdu á opnunartíma og málaðu kerti með heitu vaxi.
Verð per kerti er 2.900 kr.
Skráning er óþörf, kíktu við!
Við notum heitt vax í ýmsum litum til að mála á kertin. Tilvalið fyrir börn og fullorðna.
Virka daga 12–18
Helgar 11–17
Kertamálun með heitu vaxi
Miðvikudaginn 17. desember frá kl. 19 - 21 verðum með Bollasmiðju í Höfuðstöðinni. Við málum á bolla með sérstakri enemal málningu. Skemmtileg kvöldstund fyrir saumaklúbba, staffapepp, vini, fjölskyldu og hópa.
Verð fyrir fullorðna er 4.900kr. og börn 3.900kr. Innifalið er:
Einn bolli
Allur efniviður
Einn drykkur af barnum eða Töfrakrap fyrir börnin.
Happy hour tilboð allt kvöldið.
Allir fara heim með sinn bolla.
jólakúlu smiðja
Þriðjudaginn 16. desember frá kl. kl. 19–21 verðum við með Jólakúlusmiðju í Höfuðstöðinni. Málaðu þína eigin jólakúlu með hágæða enamel og glimmer málningu og skreyttu með skrautsteinum og borðum og skapaðu einstakt jólaskraut fyrir jólatréð eða hjartnæma gjöf.
Verð fyrir fullorðna er 4.500kr. og börn 3.500kr. Innifalið er:
Ein gler kúla ásamt efniviði.
Einn drykkur / Töfrakrap eða kakó fyrir börnin.
Allir fara heim með sína kúlu.
Listasmiðjur á laugardögum
Höfuðstöðn er með listasmiðjur alla laugardaga og á völdum frídögum. Smiðjurnar okkar eru sjálfstýrðar og bjóða því fjölskyldum að eyða tíma saman og tengjast yfir sköpun og samveru.
Allir eru velkomnir á listasmiðjurnar okkar og skráning er óþörf. Smiðjurnar standa allan daginn á auglýstum tíma og hægt er að mæta hvenær sem er á því tímabili. Dagskráin næstu vikurnar er eftirfarandi:
- 29. Nóv (Lau) - Vatnsbrúsasmiðja kl. 11 - 16
- 6. Des (Lau) - Jólakortasmiðja kl. 11 - 16
- 13. Des (Lau) - Jólarammasmiðja kl. 11 - 16
- 20. Des (Lau) - Jólaskreytingasmiðja kl. 11 - 17
- 27. Des (Lau) - Áramótagrímusmiðja kl. 11 - 17
- 3. Jan (Lau) - Buffsmiðja kl. 11 - 17
- 10. Jan (Lau) - Krúsasmiðja kl. 11 - 17
- 17. Jan (Lau) - Lyklakippusmiðja kl. 11 - 17
- 24. Jan (Lau) - Blómabókamerkjasmiðja kl. 11 - 17
- 31. Jan (Lau) - Keramíkvasasmiðja kl. 11 - 17
- 7. Feb (Lau) - Kertaluktasmiðja kl. 11 - 17
- 14. Feb (Lau) - Grímu- & Skikkjusmiðja kl. 11 - 17
- 19. Feb VETRARFRÍ (Fim) - Sundtöskusmiðja kl. 11 - 17
- 20. Feb VETRARFRÍ (Fös) - Sólgleraugnasmiðja kl. 11 - 17
- 21. Feb (Lau) - BLómapottasmiðja kl. 11 - 17
GERÐU ÞINN EIGIN MINJAGRIP
Upplifðu einstöku innsetninguna Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Gestir ganga inn í verkið sem homo sapiens og er boðið að tengjast sínu innra landslagi með örvun skynfæranna, þar sem áfangastaður ferðalagsins er sjálfið. Þegar gengið er út úr verkinu hefur áhorfandinn umbreyst í Chromo Sapiens. Að heimsókn lokinni geturðu búið til þinn eigin minjagrip til að taka með heim.
Við notum aðeins hágæða enamel málningu við gerð minjagripanna og þú getur valið á milli keramík glasamottu eða skartgripaskál. Minjagripinn tekur þú með þér heim strax ásamt leiðbeiningum um hvernig á að meðhöndla hann.
Listasmiðjur fyrir hópa
Höfuðstöðin býður upp á listasmiðjur fyrir hópa, afmæli, staffapepp, saumaklúbba, gæsanir, steggjanir ofl. Í boði á daginn og kvöldin, með eða án veitinga. Hægt er að velja um:
- Glasasmiðja
- Bollasmiðja
- Sólgleraugnasmiðja
- Derhúfusmiðja
- Grímusmiðja
- Töskusmiðja
- Skartskálasmiðja
- Kertamálun
Frístunda & Skólahópar
Bókaðu heimsókn á sýninguna Chromo Sapiens og gerið listasmiðju út frá sýningunni:
- Hópheimsókn 5 - 11 ára (listasmiðja valkvæð)
- Hópheimsókn 12 - 17 ára (listasmiðja valkvæð)
Opnunartímar
VIRKA DAGA FRÁ KL. 12 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17
VIRKA DAGA FRÁ KL. 12 - 18
UM HELGAR FRÁ KL. 11 - 17