Miðvikudagurinn 6. ágúst frá kl. 19 – 22 verðum við með Skapandi Hraðstefnumót í Höfuðstöðinni. Kvöldið er ætlað konum og körlum á aldursbilinu 30 – 45. Hver og einn fær að velja derhúfu eða taupoka til að mála á meðan á stefnumótinu stendur. Hver og einn fer á 12 stefnumót sem eru í 10 mín í senn.
Verð per mann er 5.900kr.
Innifalið er einn drykkur á barnum og einn hlutur til að mála.
Skráning er hafin á www.hofudstodin.is.