LEGO Prentverksmiðja 8. okt 2025
Viltu gera handgerða jólagjöf í ár? Miðvikudaginn 8. okt verðum við með skapandi prentsmiðju þar sem við notum flata LEGO kubba til að búa til einstök prentverk. Kubbarnir eru raðaðir til að skapa mynstur, málað er svo yfir þá og þeim þrýst á pappírinn.
Þú tekur heim fimm persónuleg prentverk sem geta verið skemmtilegar gjafir fyrir vini eða fjölskyldu. Engin fyrri þekking eða kunnátta er nauðsynleg.
Innifalið er:
*1 x A3 sýrufrír prent pappír
*2 x A4 sýrufrír prent pappír
*2 x gjafakort með umslögum
*1 x hólkur fyrir prentverkin
*1 x drykkur á barnum
*Allur efniviður
*Verð per mann 8.900kr.
*Hægt er að kaupa fleiri blöð, gjafakort og hólka á staðnum
*Veldu ‘pick up at Höfuðstöðin’ þegar kaup eru kláruð.
8.900 kr.