Kynnumst & Tengjumst kvöld fyrir konur

Miðvikudaginn 22. okt frá kl. 19 – 21 verðum við með Kvöld fyrir Konur í Höfuðstöðinni. Kvöldið er ætlað konum frá aldrinum 25 ára og upp, sem langar að kynnast nýjum vinkonum og skapa tengingar. Á staðnum verða þema borð með fjölbreyttri skapandi afþreyingu þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi og því fullkomið tækifæri til að spjalla, hlæja og njóta kvöldsins saman.

  • Verð per konu er 2.900kr.
  • Innifalið er einn drykkur á barnum og afþreying.
  • Skráning er nauðsynleg.
  • Veljið ‘pick up at Höfuðstöðin’ og það verður nafnalisti við hurðina.

2.900 kr.