Matcha námskeið 15. okt

Þann 15. okt frá kl. 19 – 21 verður Matcha námskeið í Höfuðstöðinni. Námskeiðið er haldið af YUYU sem sérhæfa sig í að flytja inn ekta japanskt matcha til Íslands. Á námskeiðinu skoðum við eiginleika matcha og mismunandi leiðir sem hægt er að njóta þessa einstaka japanska tes.

Á námskeiðinu munt þú:

  • Læra um matcha te, uppruna þess, menningu og hlutverk í nútíma lífsstíl.
  • Kynnast mismunandi tegundum matcha, smakka vandlega valin afbrigði og læra um mismunandi áferð, ilm og bragð þess.
  • Fá matcha bolla ásamt hefðbundnum japönskum sætindum.
  • Tileinka þér hefðbundnar aðferðir við undirbúning og pískun, til að geta endurskapað ekta japanska athöfn heima.
  • Taka með þér heim matcha sett sem gerir þér kleift að halda áfram þessari iðkun heima. Matcha settið inniheldur hágæða ceremonial matcha, písk og matcha skál.

Verð per mann er 16.900kr. Mjög takmarkað sætapláss.

ATH námskeiðið fer fram á ensku.

Veljið ‘Pick up at Höfuðstöðin’ og það verður nafnalisti í hurðinni.

16.900 kr.