Knittable heldur upp á Afgangasamprjón marsmánaðar með prjónakvöldi í Höfuðstöðinni!
Húsið opnar klukkan 18:30 fyrir þau sem vilja koma og fá sér að borða, og Árný (@viralknits) önnur af tveimur forsprökkum Afgangasamprjónsins setur svo kvöldið með okkur kl. 20:00. Á staðnum verður garnskiptimarkaður og aðstoð við val og útfærslu á afgangaverkefni. Takið prjónana og afgangana ykkar með og eigum ljúfa kvöldstund saman.
Aðgangseyrir er 1500 kr og inniheldur 1 drykk. Hægt verður að panta súpur, samlokur og kökur og happy hour á barnum.