Kynnumst & Tengjumst – Kvöld fyrir Karlmenn 24. sept
Miðvikudaginn 24. sept frá kl. 19 – 21 verðum við með Kvöld fyrir Karlmenn í Höfuðstöðinni. Kvöldið er ætlað mönnum frá aldrinum 25 ára og upp, sem langar að kynnast nýjum vinum og skapa tengingar. Á staðnum verða spil, píla og önnur afþreying þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi og því fullkomið tækifæri til að spjalla og kynnast.
Verð per mann er 2.900kr.
Innifalið er einn drykkur á barnum og afþreying.
Veljið ‘pick up at Höfuðstöðin’, nafnalisti veðrur svo við inngang við komu.