Miðvikudaginn 22. okt frá kl. 19 – 21 verðum við með Kvöld fyrir Konur í Höfuðstöðinni. Kvöldið er ætlað konum frá aldrinum 25 ára og upp, sem langar að kynnast nýjum vinkonum og skapa tengingar. Á staðnum verða þema borð með fjölbreyttri skapandi afþreyingu þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi og því fullkomið tækifæri til að spjalla, hlæja og njóta kvöldsins saman.
Verð per konu er 2.900kr.
Innifalið er einn drykkur á barnum og afþreying.
Skráning er nauðsynleg.
Veljið ‘pick up at Höfuðstöðin’ og það verður nafnalisti við hurðina.